Nánast öllum flugferðum British Airways aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 08:07 Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvelli í morgun. Þeim verður ekki flogið næstu tvo sólarhringana eða svo vegna verkfalls flugmanna. vísir/getty Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira