Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 07:15 Menntamálaráðherra hefur einnig boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla. Fréttablaðið/AntonBrink Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stefnir á að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Engar slíkar fyrirætlanir hafa verið kynntar ríkisstjórninni með formlegum hætti en menntamálaráðherra vill umræðu um málið. Forsætisráðherra er opin fyrir hugmyndinni, en vill þá auka framlög til RÚV. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að áður en framlög til ríkismiðilsins séu ákvörðuð, sé rétt að skilgreina hlutverk og skyldur RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir koma vel til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Alþingi Óli Björn Kárason fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon til andsvaraÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir um að ræða tvö aðskilin mál, annars vegar framlög til ríkismiðilsins og hins vegar það hvort ríkið eigi að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila. „Eitt er að taka ákvörðun um að reka RÚV. Ef við ætlum að gera það skulum við gera það með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á einkarekna miðla. Auglýsingasala RÚV eyðileggur og skekkir alla stöðu gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum. Það er því rétt og eðlilegt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu,“ segir Óli Björn. „Með hið svokallaða tekjutap sem af því kann að hljótast, það er einfaldlega annað mál. Það hefur ekkert að gera með það hvort menn eigi að lofa ríkisfyrirtæki að keppa með óeðlilegum hætti við einkaaðila, í þessu tilfelli á auglýsingamarkaði. Spurningin um framlög til RÚV er allt önnur og snýr að því hvaða skyldum og hlutverki RÚV á að gegna, sem mér þætti eðlilegt að væri svarað áður en menn byrja að velta því fyrir sér hvort eigi að bæta upp tekjutap, innan gæsalappa, vegna auglýsingasölu. Ég tel að þar eigi að byrja. Svo má taka afstöðu til þess hvort þurfi að tryggja því auknar tekjur eða hvort það komist af með minna en það hefur nú,“ útskýrir Óli Björn. Lilja segir það ekki liggja fyrir hvenær hún muni kynna fyrirætlanir sínar með Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mikilvæg og að þetta sé best gert í skrefum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent