Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi eru nú við Gígjökul en tilkynning barst um klukkan hálf tvö í dag að göngumaður hefði dottið og slasast. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.
Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang um klukkan tvö og kom þá í ljós að göngumaðurinn var með opið beinbrot á fæti.
Ákveðið hefur verið að óska aðstoðar frá áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar en björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli munu flytja manninn á heppilegri stað þar sem þyrlan getur lent.
Sækja göngumann með opið beinbrot á fæti
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
