Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 12:14 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Samsett Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17