Fabio Capello, fyrrverandi knattspyrnustjóri AC Milan, Juventus og fleiri liða, segir að Romelu Lukaku sé ekki í heimsklassa.
Inter keypti Lukaku frá Manchester United fyrir 73 milljónir punda í sumar. Belginn hefur farið vel af stað með Inter og skorað í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Þrátt fyrir það er Capello ekki sannfærður um ágæti Lukakus.
„Hann er góður leikmaður með góðar hreyfingar. Hann er búinn að skora tvö mörk, annað úr vítaspyrnu og hitt eftir mistök markvarðar. Hann er brúkhæfur en ekki í heimsklassa,“ sagði Capello.
Undanfarin tvö tímabil hefur Inter endað í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið ætlar sér stærri hluti í vetur með Antonio Conte við stjórnvölinn.
„Lukaku er brúkhæfur en ekki í heimsklassa“

Tengdar fréttir

Apahljóðin voru til þess að sýna virðingu
Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter.

Lukaku sannfærði Sanchez um að koma til Inter
Romelu Lukaku og Alexis Sanchez er ætlað að leiða sóknarleik Inter eftir að hafa báðir átt misheppnaða dvöl hjá Manchester United

Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter
Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld.