Breskur ráðherra hættir í ríkisstjórninni og Íhaldsflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 20:43 Amber Rudd, fyrrverandi atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands. AP/Alberto Pezzali Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB. Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip. I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled. I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain. I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES — Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest. MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB. Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip. I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled. I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain. I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES — Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest. MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00