Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 17:54 Volodymyr Zelenskiy, tók á móti föngunum. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt. Rússland Úkraína Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Sjá meira
Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt.
Rússland Úkraína Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Sjá meira