Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fjölnir 1-7 | Þórsarar niðurlægðir á heimavelli Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 8. september 2019 19:15 Fjölnismenn eru efstir í Inkasso-deildinni vísir/vilhelm Það var boðið upp á mikið fjör í Þorpinu á Akureyri í dag þegar heimamenn í Þór fengu topplið Fjölnis í heimsókn. Með sigri hefðu Þórsarar haldið sér á lífi í toppbaráttunni en tap þýddi að draumurinn um sæti í efstu deild væri að öllum líkindum úti að sinni. Fór svo að Fjölnismenn kjöldrógu Þórsara en lokatölur urðu 1 – 7. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þórsara sem náðu forustu strax á fjórðu mínútu leiksins. Ármann Pétur átti þá frábæra stungusendingu inn á Svein Elías sem komst í gott færi en Atli Gunnar, í marki Fjölnis, sá við honum. Alvaro Montejo var þó fyrstur að átta sig og skilaði boltanum í netið. Það tók gestina þó ekki langan tíma að jafna metinn. Það gerði Rasmus Christiansen á sjöundu mínútu leiksins. Jóhann Árni Gunnarsson átti þá hornspyrnu sem Aron Birkir sló út í teiginn og eftir mikla baráttu inn á markteignum kom Daninn boltanum inn fyrir línuna. Fjölnismenn tóku svo forustu í leiknum á 35. mínútu. Arnór Breki Pálsson átti þá fyrirgjöf sem Aron Birkir sló frá marki. Orri Þórhallsson var hins vegar fyrstur á vettvang og kom boltanum í markið. Það var svo á síðustu mínútu hálfleiksins sem gestirnir komust í 1 – 3. Hermann Helgi tapaði þá boltanum klaufalega. Fjölnismenn bruna í sókn og eftir fyrirgjöf frá Ingibergi Kort sem lak í gegnum allan teig heimamanna skoraði Jóhann Árni Gunnarsson gott mark. Þórsarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og mátti engu muna að þeir hefðu skorað í sinni fyrstu sókn. Á 50. mínútu tapar Nacho Gil boltanum klaufalega inn á miðjunni. Albert Brynjar Ingason kemst í kjölfarið inn á teiginn þar sem hann vippar yfir Aron Birki í markinu og staðn orðin 1 – 4. Þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 1 – 5. Aftur gera Þórsarar sig seka um slæm mistök og skalla boltann inn á sinn eigin vítateig. Ingibergur Kort þakkar fyrir það og kemur boltanum fyrir markið þar sem Orri Þórhallsson skorar sitt annað mark í leiknum. Orri Sigurjónsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt spjald skömmu síðar og ekki vænkaðist hagur heimamanna við það. Sjötta mark Fjölnis leit svo dagsins ljós á 79. mínútu. Þegar Albert Brynjar lagði boltann fyrir markið á varamanninn Kristófer Óskar Óskarsson sem skoraði. Kristófer bætti svo sínu öðru marki við, og sjöunda marki Fjölnis á 90. Mínútu leiksins.Afhverju vann Fjölnir? Það mætti segja að Þórsarar hafi fært Fjölnismönnum sigurinn á silfurfati. Þrjú marka Fjölnis komu í kjölfar mistaka heimamanna og þá var leik lokið. Fjölnismenn skoruðu hins vegar fjögur mörk til viðbótar og því er líka hægt að segja að þeir séu einfaldlega betri en Þórsarar og þess vegna unnu þeir þennan leik í dag.Hverjir stóðu upp úr? Albert Brynjar Ingason átti flottan leik og það sama má segja um Jóhann Árna Gunnarsson. Maður leiksins að mínu mati er hins vegar tveggja marka maðurinn Orri Þórhallsson.Hvað gekk illa? Þórsarar áttu oft og tíðum í vandræðum með að finna samherja og töpuðu boltanum oft á klaufalegan hátt á hættulegum stöðum. Þrisvar varð mark úr slíkum klaufaskap. Markatalan segir okkur líka að Þórsarar áttu í mesta basli með að verjast, því verður ekki neitað.Hvað gerist næst? Fjölnisliðið tekur á móti Leikni næst komandi laugardag. Nái þeir í stig úr þeim leik er sæti í Pepsi Max deildinni að ári gulltryggt en á sama tíma heimsækja Þórsarar bláklædda Framara.Ásmundur Arnarsson: Þvílíkur karakter að koma til baka og svara með þessum hætti Það var að vonum létt yfir Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Fjölnis, eftir stórsigur hans manna á Þór á Akureyri í dag. „Ég er bara gríðarlega sáttur við strákanna. Þeir komu tilbúnir til leiks,“ sagði Ásmundur. Í viðtali við blaðamann fyrir leik sagði Ásmundur að um hörkuleik yrði að ræða og hann sagði að „hann byrjaði að sjálfsögðu þannig. Það var mikið um návígi og baráttu framan af og Þórsararnir byrjuðu á því að skora en þvílíkur karakter að koma til baka og svara með þessum hætti, náum fljótt inn marki og inn í hálfleik í þrjú eitt og svörum í byrjun seinni hálfleiks strax fjögur eitt það er bara gríðarlega sterkt.“ Fjölnismenn skoruðu sitt þriðja mark á lokaandartökum fyrri hálfeiksins sem auðveldaði þeim vissulega lífið en aðspurður sagði Ásmundur það í raun hafa verið fjórða markið sem gerði út um leikinn. „Það leit svona þannig út [að þriðja markið hefði gert útslagið] en ég held að það hafi verið frekar hvernig við fylgdum því eftir með fjórða markinu sem að endanlega drap leikinn,“ sagði Ásmundur. Orri Sigurjónsson, leikmaður Þórs, fékk beint rautt spjald fyrir brot sem átti sér stað beint fyrir framan varamannabekk Fjölnis. Þegar Ásmundur var spurður hvort um réttan dóm hafi verið að ræða stóð ekki á svari. „Allavega var þetta nálægt því að vera rétt hjá Pétri, hann var með margt rétt í dag,“ sagði Ásmundur glottandi. Sigurinn í dag gefur Fjölni fjögurra stiga forskot á Gróttu í öðru sætinu, í bili að minnsta kosti og fimm stiga forskot á Leikni í því þriðja. Ásmundur segir sætið í efstu deild langt frá því að vera tryggt. „Það eru tveir leikir eftir og þetta er ekki komið, það er alveg klárt og við gerum okkur grein fyrir því. Síðustu tveir leikir hafa verið gríðarlega flottir og við vorum í smá, hvað á maður að segja, það var smá þurrkur hjá okkur í þrjá, fjóra leiki þar sem kom lítið af stigum en við höfum svarað því með tveimur sterkum leikjum,“ sagði Ásmundur. Hann hrósaði jafnframt einum ungum leikmanni úr sínum röðum fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum. „Ég verð að nefna einn ungan leikmann sem að kom inn í byrjunarliðið í síðasta leik. Orri Þórhallsson, skoraði tvö mörk þá [í síðasta leik gegn Þrótt] og skorar tvö í dag og hefur komið gríðarlega flottur og sterkur inn í liðið og það hefur skapað tvo góða sigra en við þurfum meira,“ sagði Ásmundur og bætti því við að lokum að „þetta er ekki komið, við þurfum að minnsta kosti eitt stig í viðbót til þess að það sé hægt að fara að tala um eitthvað Pepsi.“ Gregg Ryder: Þetta var algjör martröð Gregg Ryder var þungur á brún í leikslok eftir stór tap hans manna í toppslag Innkassodeildarinnar. „Í hreinskilni sagt er ég nær orðlaus,“ sagði Gregg inntur eftir fyrstu viðbrögðum í kjölfar leiksins. „Þetta var algjör martröð og erfitt að lýsa tilfinningunni,“ bætti hann við. Hans menn hófu leikinn af krafti og komust yfir en eftir 45 mínútna leik gengu þeir til búningsherbergja tveimur mörkum undir. „Við fengum þrjú slæm mörk á okkur í fyrri hálfleiknum og ákváðum þá að láta bara vaða í síðari hálfleiknum. Við fengum stórgott færi í upphafi síðari hálfleiks sem við nýttum ekki og þegar þeir skoruðu fjórða markið var leik lokið,“ sagði Gregg. Spurður út í rauða spjaldið sem Orri Sigurjónsson fékk vildi Gregg lítið segja um. „Það skiptir í raun ekki máli. Kannski var þetta rautt og kannski ekki en það skiptir ekki máli í samhengi leiksins,“ sagði Gregg. Spurður út í framhaldið og hvernig Þórsarar munu nálgast síðustu tvo leiki sumarsins sagði Gregg að „augljósa getum við ekki farið upp. Þetta snýst um að ná aftur stoltinu og það er í raun allt sem við getum gert úr þessu.“ Inkasso-deildin
Það var boðið upp á mikið fjör í Þorpinu á Akureyri í dag þegar heimamenn í Þór fengu topplið Fjölnis í heimsókn. Með sigri hefðu Þórsarar haldið sér á lífi í toppbaráttunni en tap þýddi að draumurinn um sæti í efstu deild væri að öllum líkindum úti að sinni. Fór svo að Fjölnismenn kjöldrógu Þórsara en lokatölur urðu 1 – 7. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þórsara sem náðu forustu strax á fjórðu mínútu leiksins. Ármann Pétur átti þá frábæra stungusendingu inn á Svein Elías sem komst í gott færi en Atli Gunnar, í marki Fjölnis, sá við honum. Alvaro Montejo var þó fyrstur að átta sig og skilaði boltanum í netið. Það tók gestina þó ekki langan tíma að jafna metinn. Það gerði Rasmus Christiansen á sjöundu mínútu leiksins. Jóhann Árni Gunnarsson átti þá hornspyrnu sem Aron Birkir sló út í teiginn og eftir mikla baráttu inn á markteignum kom Daninn boltanum inn fyrir línuna. Fjölnismenn tóku svo forustu í leiknum á 35. mínútu. Arnór Breki Pálsson átti þá fyrirgjöf sem Aron Birkir sló frá marki. Orri Þórhallsson var hins vegar fyrstur á vettvang og kom boltanum í markið. Það var svo á síðustu mínútu hálfleiksins sem gestirnir komust í 1 – 3. Hermann Helgi tapaði þá boltanum klaufalega. Fjölnismenn bruna í sókn og eftir fyrirgjöf frá Ingibergi Kort sem lak í gegnum allan teig heimamanna skoraði Jóhann Árni Gunnarsson gott mark. Þórsarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og mátti engu muna að þeir hefðu skorað í sinni fyrstu sókn. Á 50. mínútu tapar Nacho Gil boltanum klaufalega inn á miðjunni. Albert Brynjar Ingason kemst í kjölfarið inn á teiginn þar sem hann vippar yfir Aron Birki í markinu og staðn orðin 1 – 4. Þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 1 – 5. Aftur gera Þórsarar sig seka um slæm mistök og skalla boltann inn á sinn eigin vítateig. Ingibergur Kort þakkar fyrir það og kemur boltanum fyrir markið þar sem Orri Þórhallsson skorar sitt annað mark í leiknum. Orri Sigurjónsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt spjald skömmu síðar og ekki vænkaðist hagur heimamanna við það. Sjötta mark Fjölnis leit svo dagsins ljós á 79. mínútu. Þegar Albert Brynjar lagði boltann fyrir markið á varamanninn Kristófer Óskar Óskarsson sem skoraði. Kristófer bætti svo sínu öðru marki við, og sjöunda marki Fjölnis á 90. Mínútu leiksins.Afhverju vann Fjölnir? Það mætti segja að Þórsarar hafi fært Fjölnismönnum sigurinn á silfurfati. Þrjú marka Fjölnis komu í kjölfar mistaka heimamanna og þá var leik lokið. Fjölnismenn skoruðu hins vegar fjögur mörk til viðbótar og því er líka hægt að segja að þeir séu einfaldlega betri en Þórsarar og þess vegna unnu þeir þennan leik í dag.Hverjir stóðu upp úr? Albert Brynjar Ingason átti flottan leik og það sama má segja um Jóhann Árna Gunnarsson. Maður leiksins að mínu mati er hins vegar tveggja marka maðurinn Orri Þórhallsson.Hvað gekk illa? Þórsarar áttu oft og tíðum í vandræðum með að finna samherja og töpuðu boltanum oft á klaufalegan hátt á hættulegum stöðum. Þrisvar varð mark úr slíkum klaufaskap. Markatalan segir okkur líka að Þórsarar áttu í mesta basli með að verjast, því verður ekki neitað.Hvað gerist næst? Fjölnisliðið tekur á móti Leikni næst komandi laugardag. Nái þeir í stig úr þeim leik er sæti í Pepsi Max deildinni að ári gulltryggt en á sama tíma heimsækja Þórsarar bláklædda Framara.Ásmundur Arnarsson: Þvílíkur karakter að koma til baka og svara með þessum hætti Það var að vonum létt yfir Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Fjölnis, eftir stórsigur hans manna á Þór á Akureyri í dag. „Ég er bara gríðarlega sáttur við strákanna. Þeir komu tilbúnir til leiks,“ sagði Ásmundur. Í viðtali við blaðamann fyrir leik sagði Ásmundur að um hörkuleik yrði að ræða og hann sagði að „hann byrjaði að sjálfsögðu þannig. Það var mikið um návígi og baráttu framan af og Þórsararnir byrjuðu á því að skora en þvílíkur karakter að koma til baka og svara með þessum hætti, náum fljótt inn marki og inn í hálfleik í þrjú eitt og svörum í byrjun seinni hálfleiks strax fjögur eitt það er bara gríðarlega sterkt.“ Fjölnismenn skoruðu sitt þriðja mark á lokaandartökum fyrri hálfeiksins sem auðveldaði þeim vissulega lífið en aðspurður sagði Ásmundur það í raun hafa verið fjórða markið sem gerði út um leikinn. „Það leit svona þannig út [að þriðja markið hefði gert útslagið] en ég held að það hafi verið frekar hvernig við fylgdum því eftir með fjórða markinu sem að endanlega drap leikinn,“ sagði Ásmundur. Orri Sigurjónsson, leikmaður Þórs, fékk beint rautt spjald fyrir brot sem átti sér stað beint fyrir framan varamannabekk Fjölnis. Þegar Ásmundur var spurður hvort um réttan dóm hafi verið að ræða stóð ekki á svari. „Allavega var þetta nálægt því að vera rétt hjá Pétri, hann var með margt rétt í dag,“ sagði Ásmundur glottandi. Sigurinn í dag gefur Fjölni fjögurra stiga forskot á Gróttu í öðru sætinu, í bili að minnsta kosti og fimm stiga forskot á Leikni í því þriðja. Ásmundur segir sætið í efstu deild langt frá því að vera tryggt. „Það eru tveir leikir eftir og þetta er ekki komið, það er alveg klárt og við gerum okkur grein fyrir því. Síðustu tveir leikir hafa verið gríðarlega flottir og við vorum í smá, hvað á maður að segja, það var smá þurrkur hjá okkur í þrjá, fjóra leiki þar sem kom lítið af stigum en við höfum svarað því með tveimur sterkum leikjum,“ sagði Ásmundur. Hann hrósaði jafnframt einum ungum leikmanni úr sínum röðum fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum. „Ég verð að nefna einn ungan leikmann sem að kom inn í byrjunarliðið í síðasta leik. Orri Þórhallsson, skoraði tvö mörk þá [í síðasta leik gegn Þrótt] og skorar tvö í dag og hefur komið gríðarlega flottur og sterkur inn í liðið og það hefur skapað tvo góða sigra en við þurfum meira,“ sagði Ásmundur og bætti því við að lokum að „þetta er ekki komið, við þurfum að minnsta kosti eitt stig í viðbót til þess að það sé hægt að fara að tala um eitthvað Pepsi.“ Gregg Ryder: Þetta var algjör martröð Gregg Ryder var þungur á brún í leikslok eftir stór tap hans manna í toppslag Innkassodeildarinnar. „Í hreinskilni sagt er ég nær orðlaus,“ sagði Gregg inntur eftir fyrstu viðbrögðum í kjölfar leiksins. „Þetta var algjör martröð og erfitt að lýsa tilfinningunni,“ bætti hann við. Hans menn hófu leikinn af krafti og komust yfir en eftir 45 mínútna leik gengu þeir til búningsherbergja tveimur mörkum undir. „Við fengum þrjú slæm mörk á okkur í fyrri hálfleiknum og ákváðum þá að láta bara vaða í síðari hálfleiknum. Við fengum stórgott færi í upphafi síðari hálfleiks sem við nýttum ekki og þegar þeir skoruðu fjórða markið var leik lokið,“ sagði Gregg. Spurður út í rauða spjaldið sem Orri Sigurjónsson fékk vildi Gregg lítið segja um. „Það skiptir í raun ekki máli. Kannski var þetta rautt og kannski ekki en það skiptir ekki máli í samhengi leiksins,“ sagði Gregg. Spurður út í framhaldið og hvernig Þórsarar munu nálgast síðustu tvo leiki sumarsins sagði Gregg að „augljósa getum við ekki farið upp. Þetta snýst um að ná aftur stoltinu og það er í raun allt sem við getum gert úr þessu.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti