Austurríkismaðurinn Hirscher er einn sigursælasti skíðamaður heims og hefur verið sá fremsti í greininni undanfarin ár.
Hann hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari, tvisvar Ólympíumeistari og hefur átta sinnum fagnað sigri í heimsbikarnum í samanlögðum greinum, þar af samfleytt frá 2012-2019.
Thank you.#retired#newchapter#offtimepic.twitter.com/yfeTFuFLPK
— Marcel Hirscher (@MarcelHirscher) September 5, 2019
Hirscher hélt blaðamannafund í heimalandinu þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína.
„Líkami minn er svolítið þreyttur eftir 12 ár. Það eru mjög afgerandi rök og ég vildi alltaf hætta sem meistari,“ sagði Hirscher.
„Ég vildi hætta þegar ég vissi að ég gæti enn unnið mót. Árið 2013 var ég farinn að hugsa að það væri allt eins kominn tími til að hætta, þetta myndi ekki gerast neitt betra.“
It’s been a tough year for ski racing, the legend @marcel__hirscher has announced his retirement. Congratulations on an amazing career my friend. Racing in the same era as you has been an honor. 8 overall titles is a record no one will ever break! Enjoy the time with your family pic.twitter.com/JDHMctCaOG
— lindsey vonn (@lindseyvonn) September 4, 2019