Caster Semenya snýr sér að knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. september 2019 12:00 Verðandi knattspyrnustjarna? vísir/getty Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019 Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019
Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00
Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00