Balotelli snéri aftur til heimabæjarins í sumar er hann samdi við Brescia en hann er ekki byrjaður að spila á Ítalíu því hann er í fjögurra leikja banni.
Mancini stýrði Balotelli hjá Manchester City en hann var í fyrstu tveimur landsliðshópum Mancini. Hann hefur þó ekki verið valinn á þessu ári.
„Ég vona að hann sjái tækifæri í því að endurstilla ferilinn eftir að hafa gengið í raðir uppeldisfélagsins,“ sagði Mancini við fjölmiðla er hann ræddi um glaumgosann Balotelli.
'It's important for him that he has a big season'
Italy coach Roberto Mancini insists Mario Balotelli needs to score 25 goals this season to earn call-uphttps://t.co/8iZxVzBojDpic.twitter.com/6GmTZ1hon0
— MailOnline Sport (@MailSport) September 5, 2019
„Hann er 29 ára gamall og ætti að vera á toppi ferilsins. Leikmaður með hans gæði getur ekki tapað öllu sem hann hefur sýnt í gegnum tíðina. Þetta veltur á honum.“
Mancini setur smá pressu á Balotelli og segir að hann þurfi að raða inn mörkum í Seriu A.
„Ef Mario skorar 25 mörk á tímabilinu, pressar andstæðinginn, vinnur með liðinu og gerir allt eins og 29 ára gamall leikmaður á að gera á hann möguleika að spila fyrir Ítalíu.“
„Það er mikilvægt fyrir hann að eiga stórt tímabil,“ sagði Mancini.