Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan.
Alþingi verður sett á þriðjudaginn með hefðbundnum hætti. Á miðvikudagskvöld verður stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana. Á fimmtudaginn mælir fjármálaráðherra svo fyrir frumvarpi sínu til fjárlaga.
Útsendinguna úr fjármálaráðuneytinu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan og lesa má allt það helsta sem kom fram á blaðamannafundinum í vaktinni þar fyrir neðan.