Ásgeir Kolbeins opnar Pünk á Hverfisgötu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 14:23 Ásgeir Kolbeinsson hefur lengi komið að rekstri veitinga- og skemmtistaða í miðborginni. Vísir/vilhelm Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03