Læknir PSG gáttaður á Guðjóni Vali: Fertugur en spilar eins og hann sé þrítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 13:00 Guðjón Valur Sigurðsson vakti mikla lukku í æfingabúðum PSG fyrir tímabilið. Getty/Anthony Dibon Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér. Franski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér.
Franski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira