Flaggar við öll tilefni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. september 2019 06:45 Ólafur er annar helmingur Sauðalitabandalagsins. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira