Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 22:23 Chanel Miller í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 Minutes. Viðtalið verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 22. september. Skjáskot/CBS Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners steig fram undir nafni í fyrsta skipti í dag. Konan, hin 27 ára Chanel Miller, hyggur á útgáfu bókar um málið en hefur aldrei komið fram undir nafni þar til nú. Vitnisburður Miller við réttarhöldin yfir Turner vakti heimsathygli árið 2016. Turner var dæmdur í sex mánaða fangelsi það ár fyrir að hafa nauðgað Miller meðvitundarlausri á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Miller, sem hingað til var þekkt undir dulnefninu Emily Doe, las upp tilfinningaríka yfirlýsingu í réttarsal áður en dómur var kveðinn upp yfir Turner á sínum tíma. Þar ávarpaði hún Turner beint og lýsti upplifun sinni af nauðguninni í smáatriðum.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/Getty„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Bréfið var birt í heild sinni á vef Buzzfeed og fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér að neðan má hlýða á brot úr upplestri Miller á bréfinu. Bók um ævi Miller, þar sem einblínt verður á nauðgunina og áhrif hennar, kemur út síðar í mánuðinum og ber heitið Know My Name, eða Þekktu nafn mitt upp á íslensku.Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Mörgum þótti þessi röksemdafærsla Perskys lýsandi fyrir almenna linkind í garð þeirra sem beita kynferðisofbeldi. Persky var settur af sem dómari í fyrra. Viðbrögð aðstandenda Turners vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son sinn í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint árið 2017. Við réttarhöld í Kaliforníu í fyrra fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við en beiðninni var hafnað. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners steig fram undir nafni í fyrsta skipti í dag. Konan, hin 27 ára Chanel Miller, hyggur á útgáfu bókar um málið en hefur aldrei komið fram undir nafni þar til nú. Vitnisburður Miller við réttarhöldin yfir Turner vakti heimsathygli árið 2016. Turner var dæmdur í sex mánaða fangelsi það ár fyrir að hafa nauðgað Miller meðvitundarlausri á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015. Turner afplánaði helming dómsins, eða þrjá mánuði, fyrir nauðgunina.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Miller, sem hingað til var þekkt undir dulnefninu Emily Doe, las upp tilfinningaríka yfirlýsingu í réttarsal áður en dómur var kveðinn upp yfir Turner á sínum tíma. Þar ávarpaði hún Turner beint og lýsti upplifun sinni af nauðguninni í smáatriðum.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/Getty„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Bréfið var birt í heild sinni á vef Buzzfeed og fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér að neðan má hlýða á brot úr upplestri Miller á bréfinu. Bók um ævi Miller, þar sem einblínt verður á nauðgunina og áhrif hennar, kemur út síðar í mánuðinum og ber heitið Know My Name, eða Þekktu nafn mitt upp á íslensku.Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að sakaskrá Turners var hrein auk þess sem hann var ungur að aldri. Mörgum þótti þessi röksemdafærsla Perskys lýsandi fyrir almenna linkind í garð þeirra sem beita kynferðisofbeldi. Persky var settur af sem dómari í fyrra. Viðbrögð aðstandenda Turners vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son sinn í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum seint árið 2017. Við réttarhöld í Kaliforníu í fyrra fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við en beiðninni var hafnað.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. 9. ágúst 2018 12:43