Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 20:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í kvöld. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00