Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17