Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Þingið er nú haldið í sjöunda sinn. Reykjavik Global Forum Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavik Global Forum, fer fram í Hörpu í dag og á morgun. Þingið er skipulagt í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila, og í ár er sérstök áhersla lögð á að kvenleiðtogar taki höndum saman undir yfirskriftinni „Power Together for Action.” Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi, en áætlað er að rúmlega fjögur hundruð alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku. Meðal þátttakenda í ár eru: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindalögfræðingur. Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Rappler. „Þessar konur, ásamt fjölda annarra leiðtoga í jafnréttismálum, munu deila innsýn sinni og reynslu til að efla samstarf og aðgerðir á sviði jafnréttis. Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni,“ segir í tilkynningu. Hæger að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan. Fyrri dagur, 11. nóvember: Seinni dagur, 12. nóvember: Um þingið segir að það leggi áherslu á fjóra meginþætti, sem byggi á árangri Íslands í jafnréttismálum: Aðgerðir til aukins launajafnréttis. Fjölgun kvenna í forystu. Jafnan rétt kynjanna til töku fæðingarorlofs. Aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformann og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga, að þingið sé nú haldið í sjöunda sinn og hafi á þeim tíma fest sig í sessi sem mikilvægan vettvang fyrir samstarf í átt að auknu jafnrétti. „Á þessu mikla kosningaári, 2024, verður sjónum sérstaklega beint að mikilvægi jafnréttis fyrir lýðræðið. Einnig má ætla að tækni og atvinnulíf í breiðu samhengi, með hliðsjón af jöfnum tækifærum kynja, verði til sérstakrar umræðu. Stór hluti umræðunnar beinist einnig að stöðu jafnréttismála á Íslandi og því sem heimurinn getur lært af okkar reynslu,“ er haft eftir Hönnu Birnu. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Ráðstefnur á Íslandi Harpa Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi, en áætlað er að rúmlega fjögur hundruð alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku. Meðal þátttakenda í ár eru: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindalögfræðingur. Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Rappler. „Þessar konur, ásamt fjölda annarra leiðtoga í jafnréttismálum, munu deila innsýn sinni og reynslu til að efla samstarf og aðgerðir á sviði jafnréttis. Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni,“ segir í tilkynningu. Hæger að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan. Fyrri dagur, 11. nóvember: Seinni dagur, 12. nóvember: Um þingið segir að það leggi áherslu á fjóra meginþætti, sem byggi á árangri Íslands í jafnréttismálum: Aðgerðir til aukins launajafnréttis. Fjölgun kvenna í forystu. Jafnan rétt kynjanna til töku fæðingarorlofs. Aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi. Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformann og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga, að þingið sé nú haldið í sjöunda sinn og hafi á þeim tíma fest sig í sessi sem mikilvægan vettvang fyrir samstarf í átt að auknu jafnrétti. „Á þessu mikla kosningaári, 2024, verður sjónum sérstaklega beint að mikilvægi jafnréttis fyrir lýðræðið. Einnig má ætla að tækni og atvinnulíf í breiðu samhengi, með hliðsjón af jöfnum tækifærum kynja, verði til sérstakrar umræðu. Stór hluti umræðunnar beinist einnig að stöðu jafnréttismála á Íslandi og því sem heimurinn getur lært af okkar reynslu,“ er haft eftir Hönnu Birnu.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Ráðstefnur á Íslandi Harpa Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira