Max Verstappen mun ræsa aftastur í kappakstri helgarinnar á Monza brautinni í Ítalíu. Ástæða þess er að Red Bull ætlar að skipta um vél í bíl Verstappen og er liðið því búið að nota of margar vélar á árinu.
Liðsfélagi Verstappen, Alexander Albon, notaði nýju vélina á Spa um síðustu helgi og ræsti fyrir vikið aftastur.
Systurlið Red Bull, Toro Rosso, keppir einnig með Honda vélar og verður það fyrrum Red Bull ökuþórinn Pierre Gasly sem ræsir aftastur á Monza við hlið Verstappen.
,,Við teljum að Max gæti samt átt góðan kappakstur þrátt fyrir að ræsa aftast'' sagði Toyoharu Tanabe, yfirmaður Honda, og bætti við að nýja vélin lofaði mjög góðu í Belgíu.
