Búist við þungri umferð síðdegis í dag: „Biðjum fólk um að sýna því skilning“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 12:15 Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. Fréttablaðið/Anton Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31