ESPN kroppamyndirnar af Katrínu Tönju komnar í birtingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir situr fyrir í nýjasta Body Issue ESPN tímaritsins. Myndirnar eru komnar í birtingu en þær voru allar teknar á Íslandi. Katrín Tanja er í hópi frægra íþróttamanna sem voru til í að láta taka af sér smekklegar nektarmyndir þar sem sjást vel vöðvarnir á vel þjálfuðum líkömum þeirra. Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein af risastjörnunum í greininni. Það er því ekkert skrítið að ESPN hafi sóst eftir að fá að mynda hana fyrir þetta árlega blað sitt sem hefur komið út frá árinu 2009. Hún er sú fyrsta úr CrossFit sem fær að vera með. Margir eru örugglega forvitnir að sjá hvernig myndirnar af Katrínu Tönju koma út og nú geta þeir hinir sömu svalað forvitni sinni. ESPN blaðið sjálft kemur ekki út fyrr á föstudaginn en í dag má nálgast myndirnar af íþróttafólkinu á heimasíðu ESPN. Þetta er í síðasta skiptið sem blaðið kemur út á prenti en framtíðarheimili Body Issue ESPN verður á netinu. Myndirnar af Katrínu Tönju voru teknar á frægum ferðamannastöðum á suðurlandi Íslands eins og við Seljalandsfoss og í klettunum við Reynisfjöru. Það má meðal annars sjá okkar konu gangandi nakta um á höndum á malarvegi. Hér má sjá eitthvað af myndunum. Katrín Tanja var líka tekin í viðtal sem má sjá í myndbandinu á milli þess að við fáum að sjá hvernig ljósmyndarar ESPN og starfsmenn blaðsins fóru að í myndatökunni út í náttúru Íslands.Okkar konu leið vel í myndatökunum og er stolt af því að fá að vera með í „Body Issue“ ESPN tímaritsins.https://t.co/6P8Xfxj9GU — Sportið á Vísi (@VisirSport) August 29, 2019 Katrín segir að vera í Body Issue ESPN sé eitt af því sem hana dreymdi um að fá að gera og nú hefur sá draumur ræst. Katrín Tanja hefur verið aðdáandi Body Issue blaðsins í langan tíma. „Þarna eru komnir saman allir þessir stórkostlegu líkamar hjá fólki sem er í hópi þeirra bestu í heimi í sinni grein en um leið eru þeir allir svo ólíkir,“ segir Katrín Tanja meðal annars í viðtalinu. Hún ræðir líka sína eigin líkamsvitund við blaðamann ESPN. „Ég veit að fullt af fólki finnst ég vera með of mikla vöðva, of stór, of grönn eða of mjó. Það er alltaf eitthvað sem fólk getur gagnrýnt og allir hafa ólíkar skoðanir. Minn líkami er sönnun þeirrar miklu vinnu sem ég hef lagt á mig. Vöðvarnir koma til vegna allra endurtekninganna sem ég hef tekið síðan að ég var lítill krakki. Ég er svo stolt af því,“ sagði Katrín Tanja og bætti við: „Það hefur tekið mig nokkurn tíma að komast þangað en ég dag er ég mjög stolt af líkama mínum í dag,“ sagði Katrín Tanja. Að neðan má sjá myndband um myndatökuna sem fram fór í náttúru Íslands. CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30 Katrín Tanja um nektarmyndirnar í „Body Issue“ sem voru teknar á Íslandi Myndirnar af Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem munu birtast í „Body Issue“ ESPN tímaritsins voru allar teknar hér á landi. 29. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir situr fyrir í nýjasta Body Issue ESPN tímaritsins. Myndirnar eru komnar í birtingu en þær voru allar teknar á Íslandi. Katrín Tanja er í hópi frægra íþróttamanna sem voru til í að láta taka af sér smekklegar nektarmyndir þar sem sjást vel vöðvarnir á vel þjálfuðum líkömum þeirra. Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein af risastjörnunum í greininni. Það er því ekkert skrítið að ESPN hafi sóst eftir að fá að mynda hana fyrir þetta árlega blað sitt sem hefur komið út frá árinu 2009. Hún er sú fyrsta úr CrossFit sem fær að vera með. Margir eru örugglega forvitnir að sjá hvernig myndirnar af Katrínu Tönju koma út og nú geta þeir hinir sömu svalað forvitni sinni. ESPN blaðið sjálft kemur ekki út fyrr á föstudaginn en í dag má nálgast myndirnar af íþróttafólkinu á heimasíðu ESPN. Þetta er í síðasta skiptið sem blaðið kemur út á prenti en framtíðarheimili Body Issue ESPN verður á netinu. Myndirnar af Katrínu Tönju voru teknar á frægum ferðamannastöðum á suðurlandi Íslands eins og við Seljalandsfoss og í klettunum við Reynisfjöru. Það má meðal annars sjá okkar konu gangandi nakta um á höndum á malarvegi. Hér má sjá eitthvað af myndunum. Katrín Tanja var líka tekin í viðtal sem má sjá í myndbandinu á milli þess að við fáum að sjá hvernig ljósmyndarar ESPN og starfsmenn blaðsins fóru að í myndatökunni út í náttúru Íslands.Okkar konu leið vel í myndatökunum og er stolt af því að fá að vera með í „Body Issue“ ESPN tímaritsins.https://t.co/6P8Xfxj9GU — Sportið á Vísi (@VisirSport) August 29, 2019 Katrín segir að vera í Body Issue ESPN sé eitt af því sem hana dreymdi um að fá að gera og nú hefur sá draumur ræst. Katrín Tanja hefur verið aðdáandi Body Issue blaðsins í langan tíma. „Þarna eru komnir saman allir þessir stórkostlegu líkamar hjá fólki sem er í hópi þeirra bestu í heimi í sinni grein en um leið eru þeir allir svo ólíkir,“ segir Katrín Tanja meðal annars í viðtalinu. Hún ræðir líka sína eigin líkamsvitund við blaðamann ESPN. „Ég veit að fullt af fólki finnst ég vera með of mikla vöðva, of stór, of grönn eða of mjó. Það er alltaf eitthvað sem fólk getur gagnrýnt og allir hafa ólíkar skoðanir. Minn líkami er sönnun þeirrar miklu vinnu sem ég hef lagt á mig. Vöðvarnir koma til vegna allra endurtekninganna sem ég hef tekið síðan að ég var lítill krakki. Ég er svo stolt af því,“ sagði Katrín Tanja og bætti við: „Það hefur tekið mig nokkurn tíma að komast þangað en ég dag er ég mjög stolt af líkama mínum í dag,“ sagði Katrín Tanja. Að neðan má sjá myndband um myndatökuna sem fram fór í náttúru Íslands.
CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30 Katrín Tanja um nektarmyndirnar í „Body Issue“ sem voru teknar á Íslandi Myndirnar af Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem munu birtast í „Body Issue“ ESPN tímaritsins voru allar teknar hér á landi. 29. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00
Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00
Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30
Katrín Tanja um nektarmyndirnar í „Body Issue“ sem voru teknar á Íslandi Myndirnar af Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem munu birtast í „Body Issue“ ESPN tímaritsins voru allar teknar hér á landi. 29. ágúst 2019 08:30