Félag Heiðars tapaði 800 milljónum Hörður Ægisson skrifar 4. september 2019 07:00 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira