Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 19:48 Pence (t.v.) og eiginkona hans Karen hittu Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu, í Dyflinni í dag. AP/Liam McBurney Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því. Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því.
Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41