Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.
Þeir leikmenn sem koma til greina sem besti leikmaður ágústmánaðar í Pepsi Max deild karla eru Blikinn Thomas Mikkelsen, Valsmaðurinn Patrick Pedersen og KR-ingurinn Kristinn Jónsson.
Þeir sem áttu þrjú fallegustu mörk mánaðarins voru KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason á móti HK, Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson á móti Val og FH-ingurinn Steven Lennon á móti ÍA.
Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan. Neðst í fréttinni, fyrir neðan myndböndin tvö, er síðan hægt að kjósa besta leikmanninn og besta markið.
Besti leikmaður Pepsi Max deildar karla í ágúst - tilnefningar