120 laxa holl í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2019 10:00 Laxá í Dölum á oft inni ansi góð haust og það virðist ekki verða nein breyting þar á þetta tímabil. Það berast oftar en ekki á hverju einasta hausti fréttir af stórveiðihollum í ánni og fyrsta fréttin af slíku holli segir ansi mikið um það hvernig endaspretti Laxá í Dölum á oft á tíðum. Holl sem lauk veiðum fyrir tveimur dögum síðan var með 120 laxa á sex stangir eftir þriggja daga veiði og eftir því sem við hjá Veiðivísi komust næst þá sýnist okkur þetta vera eitt allra best holl á landinu þetta árið. Heildarveiðin í Laxá í Dölum er komin yfir 400 laxa en heildartalan verður ekki skýr fyrr en á miðvikudagskvöld þegar vikulegar veiðitölur úr ánum verða birtar á vef Landssambands Veiðifélaga. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 í Laxá í Dölum er 1027 laxar, minnst 324 árið 1980 en mest 1988, þá 2385 laxar. Mest lesið Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði
Laxá í Dölum á oft inni ansi góð haust og það virðist ekki verða nein breyting þar á þetta tímabil. Það berast oftar en ekki á hverju einasta hausti fréttir af stórveiðihollum í ánni og fyrsta fréttin af slíku holli segir ansi mikið um það hvernig endaspretti Laxá í Dölum á oft á tíðum. Holl sem lauk veiðum fyrir tveimur dögum síðan var með 120 laxa á sex stangir eftir þriggja daga veiði og eftir því sem við hjá Veiðivísi komust næst þá sýnist okkur þetta vera eitt allra best holl á landinu þetta árið. Heildarveiðin í Laxá í Dölum er komin yfir 400 laxa en heildartalan verður ekki skýr fyrr en á miðvikudagskvöld þegar vikulegar veiðitölur úr ánum verða birtar á vef Landssambands Veiðifélaga. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 í Laxá í Dölum er 1027 laxar, minnst 324 árið 1980 en mest 1988, þá 2385 laxar.
Mest lesið Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði