Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að liðið verði að fara vinna leiki ætli það sér að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Valsmenn töpuðu óvænt á útivelli fyrir föllnu liði ÍBV í dag en bæði mörk Eyjamanna skoraði Gary Martin.
„Þetta var ekki góður leikur hjá okkur og það er staðreynd,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld.
„Við gerðum mark mjög snemma í leiknum en við gátum nákvæmlega ekki neitt fyrsta hálftímann.“
„Síðan fannst mér við ágætir síðasta korterið í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var erfiður, sérstaklega fram að þeirra marki, en við vorum auðvitað óheppnir að ná ekki að jafna.“
Ólafur vildi ekki tjá sig um dómarann í leiknum en oft á tíðum virtust Valsmenn ósáttir út í dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson.
Með sigri í kvöld hefðu Valsmenn hoppað upp í fjórða sæti deildarinnar og komist nær Evrópusæti en það mistókst.
„Það er ljóst að við verðum að fara vinna leiki. Það er ekkert flóknara en það,“ bætti Óli við að lokum.
Óli Jó: Það er ljóst að við verðum að fara vinna leiki

Tengdar fréttir

Gary brosti til Óla Jó eftir síðara markið: „Gæti skorað mörk fyrir öll lið deildarinnar“
Það var létt yfir Gary Martin í leikslok eftir sigurinn á Valsmönnum.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna
Englendingurinn skoraði tvö mörk í sigrinum í Eyjum í dag.