Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 21:00 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10