Handbolti

FH náði jafntefli í Belgíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jakob Martin Ásgeirsson fagnar með FH síðasta vetur. Hann var hetjan í Belgíu í dag
Jakob Martin Ásgeirsson fagnar með FH síðasta vetur. Hann var hetjan í Belgíu í dag Vísir/Bára
Jakob Martin Ásgeirsson var hetja FH í jafntefli við Vise BM frá Belgíu í fyrstu umferð undankeppni EHF bikarsins í handbolta.

Það voru heimamenn í Vise sem byrjuðu leikinn betur og komust í 5-1. FH náði að klóra í bakkann og komst mest einu marki frá Vise en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Vise.

Eftir að hafa elt allan seinni hálfleikinn jafnaði Bjarni Ófeigur Valdimarsson metin fyrir FH í 25-25 á 57. mínútu leiksins. Lokamínúturnar voru æsispennandi og var það í síðustu sókn leiksins sem FH jafnaði á nýjan leik með marki Jakobs Martin, lokatölur í Belgíu urðu 27-27.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH með sex mörk, Bjarni Ófeigur og Einar Rafn Eiðsson gerðu fimm mörk hvor.

Seinni leikur liðanna er í Kaplakrika eftir viku og er FH í góðri stöðu eftir jafnteflið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×