Ríkisstjórnin missti meirihlutann í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 08:44 Aksel V. Johannesen, formaður Javnaðarflokksins og lögmaður Færeyja, segist ætla að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort möguleiki sé á samstarfi. Vísir/Getty Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing. Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing.
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18