Algjörar „fríkaðstæður“ í hættulegri Laxá í Kjós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2019 14:40 Svavar sýpur á kaffi við borð sem vanalega er á þurru landi. Ekki þessa dagana. „Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
„Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson
Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira