Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2019 11:24 Jón Guðnason, Nonni, hefur eldað ófáa bátana ofan í skemmtanaglaða Íslendinga. vísir/vilhelm „Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
„Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22