Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2019 11:24 Jón Guðnason, Nonni, hefur eldað ófáa bátana ofan í skemmtanaglaða Íslendinga. vísir/vilhelm „Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22