Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 10:16 Stuðningsmenn íbúanna í Fukushima mótmæla dómnum í Tókýó í dag. AP/Satoru Yonemaru Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15