Frá flugvellinum í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
Kangerlussuaq kallaðist áður Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi sem núna tekur við áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands.
Ein 2.800 metra löng flugbraut er í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Með gerð nýrra alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat hefur ríkt óvissa um framtíð vallarins í Kangerlussuaq og stefndi í að hann yrði óþarfur og honum jafnvel lokað. Það hefði jafnframt þýtt endalok fimmhundruð manna byggðar, þar sem nánast öll störf tengjast flugstarfseminni.
Bandaríkjaher byggði flugvöllinn í Syðri-Straumfirði árið 1941 í síðari heimsstyrjöld og notaði hann sem bandaríska herstöð allt til ársins 1992.
Gamlar byggingar bandaríska hersins eru núna hluti af íbúðabyggðinni í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur áframhaldandi rekstur flugvallarins verið tryggður með samningi sem utanríkisráðherra Grænlands, Ane Lone Bagger, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Trine Bramsen, undirrituðu í dag. Samkvæmt honum mun danski herinn taka við rekstri vallarins þegar nýju flugvellirnir verða tilbúnir árið 2023.
Danski varnarmálaráðherrann segir í yfirlýsingu að þetta tryggi að herinn geti sinnt sínum verkefnum í og við Grænland. Þetta sé mikilvæg ákvörðun og sýni að norðurslóðir séu forgangsmál hjá Dönum.
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi.
Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta,
Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri.
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega.