Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Paris-Saint Germain unnu sex marka sigur á Chartres í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Guðjón Valur skoraði 4 mörk af 36 mörkum PSG í 36-30 útisigri. Markahæstir í liði PSG voru Kim Ekdahl og Nedim Ramili með sex mörk.
Heimamenn í Chartres byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleikinn komst PSG yfir. Í hálfleik var staðan 14-17 fyrir PSG.
Gestirnir juku forystu sína í seinni hálfleik og unnu að lokum þægilegan sigur.
