Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 10:16 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í febrúar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er lengst til vinstri og samflokksmaður hans Karl Gauti Hjaltason er lengst til hægri. Vísir/vilhelm Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Kjósa átti nýjan formann nefndarinnar í dag, sem samkomulag er um að verði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Fundinum var hins vegar frestað í skyndi eftir að áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni stakk upp á Karli Gauta Hjaltasyni samflokksmanni Bergþórs í formannssætið. RÚV greindi fyrst frá. Formannsstaða Bergþórs í nefndinni hefur verið afar umdeild. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Karl Gauti segir í samtali við Vísi að fundinum í morgun hafi tvívegis verið frestað, í fyrra skiptið eftir að fulltrúi Viðreisnar í umhverfis og samgöngunefnd bar formlega upp tillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata og áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um að Karl Gauti tæki við formennsku í stað Bergþórs. Karl Gauti segir að uppástungan hafi komið flatt upp á sig. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hafna þessu. Ég mun hafna þessu. Ég er ekki á leiðinni að vera formaður nefndarinnar. Miðflokkurinn hefur kandídat í þetta.“ Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar frestaði fundinum eftir að tillaga Björns Levís var borin upp. Fundurinn var settur aftur í skamma stund en þá var óskað eftir því að meirihlutinn kæmi saman á fundi vegna málsins. Fundi umhverfis- og samgöngunefndar var þá slitið. Karl Gauti kveðst ekki viss um næstu skref. Hann ítrekar þó að samkvæmt samkomulagi eigi Miðflokkurinn tilkall til formennsku í nefndinni. „Nú er þetta meirihlutinn sem fundar um þetta mál þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að spá. En minnihlutinn á þessar formennskur, ein formennskan kom í hlut Miðflokksins og þarna er búið að stinga upp á Bergþóri Ólasyni.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23