Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 11:04 Netanjahú hefur nýtt sér náið samband við ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni. AP/Oded Balilty Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34
Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14