Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. september 2019 06:45 Bartosz Wojcik flutti til Íslands fyrir 10 árum og ætlaði aðeins að vera hér í eitt ár. Hann hefur starfað sem kokkur á ýmsum stöðum. Fréttablaðið/Valli „Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira