Vísaði umræðu um ásýndarstjórnmál á bug: „Það eiga ekki að vera tíðindi að kynin séu bæði við borðið“ Sylvía Hall skrifar 14. september 2019 12:08 Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa náð mörgum mikilvægum málum í gegn á kjörtímabilinu. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Hann þakkaði flokksmönnum sérstaklega fyrir samheldni og stuðning undanfarinna ára og nefndi í því samhengi þann stuðning sem Sigríður Á. Andersen hefur fengið frá flokksmönnum. „Nú steig Sigríður til hliðar, steig út úr embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári fyrst og fremst til þess að tryggja að fram gæti farið yfirveguð, málefnaleg umræða um stöðu þess máls sem þá var svo mjög deilt um. Það var mjög virðingarvert af henni að gera það. Ég tel að það hafi skapað grundvöll fyrir yfirvegaðri umræðu um það mál þar sem hún hafði ekki tekið rangt skref í því umdeilda atriði hvort dómarar væru löglega skipaðir eins og Hæstiréttur hefur staðfest,“ sagði Bjarni og bað flokksmenn um að gefa henni gott lófatak. Bjarni beindi sjónum sínum næst að markmiðum ríkisstjórnarinnar og því sem hún hafði áorkað á kjörtímabilinu. Málin hefðu fengið góðan framgang og staðið hefði verið við loforð um skattalækkanir. Þær skattalækkanir skiluðu mestu til þeirra sem þyrftu mest á þeim að halda. „Við stýrum því sérstaklega til þeirra hópa sem þurftu að fá stuðning við þær aðstæður sem hafa myndast á vinnumarkaði, til lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópanna. Inni í þessum hópum eru hópar sem við höfum lagt áherslu á að bæta kjörin hjá, sem eru eldri borgarar, sem eru öryrkjar og aðrir þeir sem þurfa á stuðningi okkar hinna að halda. Af þessu getum við verið stolt,“ sagði hann og bætti við að sú stefna, það er að lækka skatta, væri í anda Sjálfstæðisflokksins. „Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting“ Bjarni beindi sjónum sínum að þeirri umræðu sem virðist vera um stjórnmálin í dag. Það væri talað um íslensk stjórnmál sem áferðarstjórnmál þar sem meira væri lagt í að láta hlutina líta betur út frekar en að hugsa um innihaldið. Hann væri ekki sammála því. „Í mínum huga er þessi umræða á töluverðum villigötum, í það minnsta er hún að varpa skugga á þann raunverulega árangur sem er að eiga sér stað. Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting.“ Hann sagði á þeim tíma frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn árið 2013 hafði orðið mikill árangur í ríkisrekstri, bæði hjá hinu opinbera og í þágu heimilanna í landinu. „Það eru fá dæmi um annað eins í sögunni. Það eru raunstjórnmál. Það eru stjórnmál sem skipta raunverulegu máli, engin ásýndarstjórnmál þegar kaupmáttur heimilanna vex ár eftir ár, þegar skuldir ríkissjóðs eru teknar niður um hundruð milljarða, þegar skuldahlutföllin eru orðin þau bestu í sögunni, þegar vextir eru þeir lægstir sem við höfum séð,“ sagði Bjarni og hélt upptalningunni áfram. Hann sagði þetta vera merki um að hér á landi væri verið að vinna að raunverulegum stjórnmálum og varaði við því að ryki væri slegið í augu fólks með neikvæðri umræðu. Þá væri verið að varpa skugga á „raunveruleg góðverk“ eins og Bjarni komst að orði.Fleiri konur í stjórnmálum eru merki um breytta tíma að sögn Bjarna. Hann hefur skipað fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins til samans. Vísir/VilhelmEnginn formaður skipað jafn margar konur í ráðherraembætti „Það er kannski tákn um breytta tíma að ég hef gert tillögu um fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins samanlagt,“ sagði Bjarni í ræðunni. Hann beindi orðum sínum að þeim sem höfðu efasemdir um hæfni kvenna í stjórnmálum og biðlaði til þeirra að stíga inn í nútímann. „Fyrir þá sem ekki skilja að við erum á árinu 2019 orðin sammála um það að við ætlum saman að reka þetta samfélag, að við ætlum saman, karlar og konur, að bera ábyrgð á því sem þarf að bera ábyrgð á í þessu samfélagi, og það eigi ekki að vera tíðindi að kynin séu bæði við borðið þegar ákvarðanir eru teknar, þá segi ég: Vakniði. Þetta er 2019. Þetta eru ekki sýndarstjórnmál, þetta eru nútímastjórnmál.“ Bjarni sagði mikilvægt að flokksmenn myndu spyrna fótum gegn afturhaldsöflum sem öftruðu framförum innan Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn þyrftu ekkert að óttast þó breytingar hefðu í för með sér einhverja erfiðleika. „Vegna þess að breytingar eru nauðsynlegar. Við þurfum að vera hreyfiafl framfara.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Hann þakkaði flokksmönnum sérstaklega fyrir samheldni og stuðning undanfarinna ára og nefndi í því samhengi þann stuðning sem Sigríður Á. Andersen hefur fengið frá flokksmönnum. „Nú steig Sigríður til hliðar, steig út úr embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári fyrst og fremst til þess að tryggja að fram gæti farið yfirveguð, málefnaleg umræða um stöðu þess máls sem þá var svo mjög deilt um. Það var mjög virðingarvert af henni að gera það. Ég tel að það hafi skapað grundvöll fyrir yfirvegaðri umræðu um það mál þar sem hún hafði ekki tekið rangt skref í því umdeilda atriði hvort dómarar væru löglega skipaðir eins og Hæstiréttur hefur staðfest,“ sagði Bjarni og bað flokksmenn um að gefa henni gott lófatak. Bjarni beindi sjónum sínum næst að markmiðum ríkisstjórnarinnar og því sem hún hafði áorkað á kjörtímabilinu. Málin hefðu fengið góðan framgang og staðið hefði verið við loforð um skattalækkanir. Þær skattalækkanir skiluðu mestu til þeirra sem þyrftu mest á þeim að halda. „Við stýrum því sérstaklega til þeirra hópa sem þurftu að fá stuðning við þær aðstæður sem hafa myndast á vinnumarkaði, til lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópanna. Inni í þessum hópum eru hópar sem við höfum lagt áherslu á að bæta kjörin hjá, sem eru eldri borgarar, sem eru öryrkjar og aðrir þeir sem þurfa á stuðningi okkar hinna að halda. Af þessu getum við verið stolt,“ sagði hann og bætti við að sú stefna, það er að lækka skatta, væri í anda Sjálfstæðisflokksins. „Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting“ Bjarni beindi sjónum sínum að þeirri umræðu sem virðist vera um stjórnmálin í dag. Það væri talað um íslensk stjórnmál sem áferðarstjórnmál þar sem meira væri lagt í að láta hlutina líta betur út frekar en að hugsa um innihaldið. Hann væri ekki sammála því. „Í mínum huga er þessi umræða á töluverðum villigötum, í það minnsta er hún að varpa skugga á þann raunverulega árangur sem er að eiga sér stað. Á síðustu tíu árum hefur orðið algjör umbylting.“ Hann sagði á þeim tíma frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn árið 2013 hafði orðið mikill árangur í ríkisrekstri, bæði hjá hinu opinbera og í þágu heimilanna í landinu. „Það eru fá dæmi um annað eins í sögunni. Það eru raunstjórnmál. Það eru stjórnmál sem skipta raunverulegu máli, engin ásýndarstjórnmál þegar kaupmáttur heimilanna vex ár eftir ár, þegar skuldir ríkissjóðs eru teknar niður um hundruð milljarða, þegar skuldahlutföllin eru orðin þau bestu í sögunni, þegar vextir eru þeir lægstir sem við höfum séð,“ sagði Bjarni og hélt upptalningunni áfram. Hann sagði þetta vera merki um að hér á landi væri verið að vinna að raunverulegum stjórnmálum og varaði við því að ryki væri slegið í augu fólks með neikvæðri umræðu. Þá væri verið að varpa skugga á „raunveruleg góðverk“ eins og Bjarni komst að orði.Fleiri konur í stjórnmálum eru merki um breytta tíma að sögn Bjarna. Hann hefur skipað fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins til samans. Vísir/VilhelmEnginn formaður skipað jafn margar konur í ráðherraembætti „Það er kannski tákn um breytta tíma að ég hef gert tillögu um fleiri konur í ráðherraembætti en aðrir formenn Sjálfstæðisflokksins samanlagt,“ sagði Bjarni í ræðunni. Hann beindi orðum sínum að þeim sem höfðu efasemdir um hæfni kvenna í stjórnmálum og biðlaði til þeirra að stíga inn í nútímann. „Fyrir þá sem ekki skilja að við erum á árinu 2019 orðin sammála um það að við ætlum saman að reka þetta samfélag, að við ætlum saman, karlar og konur, að bera ábyrgð á því sem þarf að bera ábyrgð á í þessu samfélagi, og það eigi ekki að vera tíðindi að kynin séu bæði við borðið þegar ákvarðanir eru teknar, þá segi ég: Vakniði. Þetta er 2019. Þetta eru ekki sýndarstjórnmál, þetta eru nútímastjórnmál.“ Bjarni sagði mikilvægt að flokksmenn myndu spyrna fótum gegn afturhaldsöflum sem öftruðu framförum innan Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn þyrftu ekkert að óttast þó breytingar hefðu í för með sér einhverja erfiðleika. „Vegna þess að breytingar eru nauðsynlegar. Við þurfum að vera hreyfiafl framfara.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira