Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 21:30 Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga. Noregur Umhverfismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga.
Noregur Umhverfismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent