Fleiri á móti hernaðaruppbyggingu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Pence kom hingað í opinbera heimsókn í síðustu viku. Honum varð tíðrætt um öryggis- og varnarmál í heimsókninni og mikilvægi þeirra en ef marka má könnunina vilja kjósendur Katrínar ekki sjá mikið af hernaðaruppbyggingu hér á landi. vísir/vilhelm Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent