Tvö þúsund hótelherbergi í pípunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. september 2019 06:15 Marriott-hótel rís við Hörpu. vísir/vilhelm Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira