Atli Jamil Noregsmeistari í torfæru Bragi Þórðarson skrifar 10. september 2019 23:00 Atli endaði fjórði og fimmti í keppnum helgarinnar og tryggði sér titilinn. Jamil Racing Atli Jamil Ásgeirsson tryggði sér Noregsmeistaratitilinn í torfæruakstri um helgina þegar síðustu tvær umferðir mótsins fóru fram í Skien í Noregi. Mosfellingurinn ákvað fyrir tímabilið að flytja bíl sinn, Thunderbolt, út til að keppa í Noregsmótinu frekar en því íslenska sem Atli hafði endað í öðru sæti í árið áður. Árangurinn lét ekki á sér standa og landaði Atli titlinum nokkuð örugglega á sunnudaginn þegar lokaumferð mótsins fór fram. Forskot hans var slíkt að Atla dugði aðeins eitt stig í síðustu keppninni til að tryggja titilinn. Fjölmargir Íslendingar á staðnumÆtla má að um 100 Íslendingar hafi verið í Skien um helgina að fylgjast með torfærunni. Þrír íslenskir ökumenn voru að keppa en auk Atla kepptu einnig Haukur Viðar Einarsson og Guðmundur Elíasson. Íslensku ökumönnunum tókust þó ekki að vinna keppni um helgina en stóðu sig þó með stakri prýði. Fyrri daginn enduðu þremenningarnir í öðru, þriðja og fjórða sæti en seinni daginn urðu þeir að sætta sig við fjórða, fimmta og sjötta. Það verður þó að teljast frábær árangur þar sem rúmlega tuttugu bílar voru skráðir til leiks. Thunderbolt seldurAtli Jamil Ásgeirsson hefur ákveðið að leggja stýrið á hilluna eftir fimm ár í torfærunni. Ferillinn byrjaði í Skien árið 2015 þegar Atli keypti bílinn af Normanninum Roar Johansen og endar á sama stað fimm árum seinna. Auk Noregsmeistaratitlinum í ár vann Atli einnig Heimsmeistaratitilinn í torfæru árið 2018 þegar keppt var á Egilsstöðum. Atli er fyrsti íslenski ökumaðurinn til að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn síðan Gísli Gunnar Jónsson gerði það árið 2006 á Steranum, bíl sem flestir þekkja sem Kókómjólkin. Akstursíþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Atli Jamil Ásgeirsson tryggði sér Noregsmeistaratitilinn í torfæruakstri um helgina þegar síðustu tvær umferðir mótsins fóru fram í Skien í Noregi. Mosfellingurinn ákvað fyrir tímabilið að flytja bíl sinn, Thunderbolt, út til að keppa í Noregsmótinu frekar en því íslenska sem Atli hafði endað í öðru sæti í árið áður. Árangurinn lét ekki á sér standa og landaði Atli titlinum nokkuð örugglega á sunnudaginn þegar lokaumferð mótsins fór fram. Forskot hans var slíkt að Atla dugði aðeins eitt stig í síðustu keppninni til að tryggja titilinn. Fjölmargir Íslendingar á staðnumÆtla má að um 100 Íslendingar hafi verið í Skien um helgina að fylgjast með torfærunni. Þrír íslenskir ökumenn voru að keppa en auk Atla kepptu einnig Haukur Viðar Einarsson og Guðmundur Elíasson. Íslensku ökumönnunum tókust þó ekki að vinna keppni um helgina en stóðu sig þó með stakri prýði. Fyrri daginn enduðu þremenningarnir í öðru, þriðja og fjórða sæti en seinni daginn urðu þeir að sætta sig við fjórða, fimmta og sjötta. Það verður þó að teljast frábær árangur þar sem rúmlega tuttugu bílar voru skráðir til leiks. Thunderbolt seldurAtli Jamil Ásgeirsson hefur ákveðið að leggja stýrið á hilluna eftir fimm ár í torfærunni. Ferillinn byrjaði í Skien árið 2015 þegar Atli keypti bílinn af Normanninum Roar Johansen og endar á sama stað fimm árum seinna. Auk Noregsmeistaratitlinum í ár vann Atli einnig Heimsmeistaratitilinn í torfæru árið 2018 þegar keppt var á Egilsstöðum. Atli er fyrsti íslenski ökumaðurinn til að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn síðan Gísli Gunnar Jónsson gerði það árið 2006 á Steranum, bíl sem flestir þekkja sem Kókómjólkin.
Akstursíþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira