Fótbolti

Átti að fá fangelsisdóm fyrir að laumast á völlinn og kveikti því í sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er ströng öryggisgæsla á völlunum í Íran vegna kvenna sem lauma sér inn í karlmannsgervum.
Það er ströng öryggisgæsla á völlunum í Íran vegna kvenna sem lauma sér inn í karlmannsgervum. vísir/getty
Írönsk kona, sem reyndi að lauma sér á knattspyrnuleik þar í landi sem karlmaður, brást afar illa við er hún komst að því að líklega fengi hún fangelsisdóm fyrir athæfið.

Þá gekk hún út úr dómshúsinu og kveikti í sér. Hún lifði af en lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Konan hét Sahar Khodayari og var 29 ára gömul.

Hún var handtekinn er hún var að reyna að komast á leik í heimalandinu og fékk að dúsa í steininum næstu þrjá dagana. Er hún var að sækja eigur sínar heyrði hún að líklega fengi hún sex mánaða dóm fyrir þetta brot. Ekki löngu síðar hafði hún kveikt í sér.

Konum hefur verið meinaður aðgangur að knattspyrnuvöllum í Íran síðan árið 1979. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur reynt að fá Írani til þess að aflétta banninu og stefndi að því að fá því hnekkt fyrir 10. október er Íran spilar sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×