Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 11:43 Færsla Noru McMahon hefur vakið mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland Q&A. Myndirnar af manninum sjást í skjáskoti af færslunni. Skjáskot/Facebook Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira