Janus hefur leikið með Álaborg síðan 2017 og varð meðal annars tvöfaldur meistari með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann fór á kostum.
Göppingen fylgdist vel með Selfyssingnum og náðu aðilarnir svo saman í sumar eftir að Janus heimsótti félagið í sumar og gekkst undir læknisskoðun.
FRISCH AUF! Göppingen@FRISCHAUFGP
FRISCH AUF! verpflichtet den isländischen Nationalspieler Janus Smarason!
FRISCH AUF! verstärkt sich ab dem Sommer 2020 mit dem isländischen Nationalspieler Janus Smarason.
https://t.co/D9LuXlcP9Rpic.twitter.com/K2OeHjAVQe
— FRISCH AUF! Göppingen (@FRISCHAUFGP) September 10, 2019
Ég er glaður að fá tækifærið til þess að spila fyrir Göppingen. Ég vonast til að geta gert mitt til þess að liðið komist í Evrópukeppni, sagði Janus við heimasíðu félagsins.
Janus er ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Göppingen en meðal annars hafa Þorbergur Aðalsteinsson, Gunnar Einarsson og Rúnar Sigtryggsson leikið með félaginu.
Göppingen endaði í 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og var sex sigum frá Evrópusæti.