Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:18 Sigurlaug María Jónsdóttir reið á vaðið og fór af stað í morgun, fyrst Marglyttanna. Hér sést hún á sundi í Ermarsundinu í morgunsárið. Mynd/Aðsend Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend
England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06