Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2019 10:21 Rostungar eru stórar skepnur. Brimlar verða yfir tonn að þyngd og algengt að skögultennurnar nái yfir 50 sentímetra lengd. Vísir/getty Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn: Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn:
Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00
Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14