Ekki svo viss Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. september 2019 09:45 Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris innreið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heilbrigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum.Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosningastjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upphæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kínversks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndarárásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg.Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Miðflokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt flestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í flokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfisnefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvinveittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris innreið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heilbrigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum.Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosningastjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upphæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kínversks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndarárásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg.Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Miðflokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt flestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í flokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfisnefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvinveittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun