Flutningshringekja kallar á alvarlega athugun Fiskistofu Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2019 07:30 Skýrt er í lögum að ekki má flytja veiðiheimildir frá krókaaflamarksbátum yfir á aflamarksbáta. Það hefur hins vegar verið gert. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira